Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla

Ég óska ykkur öllum gleðilegs nýs ár og þakka fyrir þau liðnu. Sérstaklega vil ég þakka öllum fyrir þann mikla stuðning sem ég hef fundið fyrir á undanförnum vikum, bæði í kosningabaráttunni sem og eftir að ég náði kjöri sem alþingismaður. Það var mikill fjöldi fólks sem tók þátt í að Samfylkingin náði þessum góða árangri í kosningunum og er ég gífurlega þakklátur fyrir alla þá ómetanlegu aðstoð. Hlakka mjög til að takast á við ný verkefni á árinu.